21.8.2007 | 19:01
Nú er maður byrjaður aftur
Það má segja að sumarið hafi verið ansi fjölbreytt, fallegt, fróðlegt og þar fram eftir götunum. Nú styttist í það að ég fari til Stokkhólms til að klára námið sem þýðir einnig að bloggið mitt byrjar aftur. Fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á lífi manns þarna úti. Mest er ég þó að halda þessu úti fyrir sjálfan mig, þetta er eitthvað sem maður getur litið til baka til.
En nú vitið þið það. Ég er byrjaður aftur.
Með kveðju Raggi
Athugasemdir
Það er samt best að auglýsa að maður sé byrjaður aftur einhvers staðar annars staðar en á eigin síðu. Þetta er svona eins og þegar Sýn auglýsir sig á Sýn.
Sindri (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.